Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Willum og Ágúst efstir hjá Framsókn

Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, varð efstur í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, varð í öðru sæti. Willum stefndi einn á efsta sæti listans en Ágúst Bjarni og Linda Hrönn Þórisdóttir gáfu bæði kost á sér í annað sætið. Ágúst vann þá baráttu en Linda var ekki meðal fimm efstu.

Anna Karen Svövudóttir varð þriðja í prófkjörinu og Kristín Hermannsdóttir fjórða. Ívar Atli Sigurjónsson varð í fimmta sæti. Alls gáfu sjö kost á sér.

Fimm efstu:
1. sæti, Willum Þór Þórsson, alþingismaður
2. sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar
3. sæti, Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og samskiptaráðgjafi
4. sæti, Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi
5. sæti, Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og háskólanemi

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV