Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, varð efstur í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, varð í öðru sæti. Willum stefndi einn á efsta sæti listans en Ágúst Bjarni og Linda Hrönn Þórisdóttir gáfu bæði kost á sér í annað sætið. Ágúst vann þá baráttu en Linda var ekki meðal fimm efstu.