Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Það er rosa hressleiki, kannski smá galsi“

Mynd: Gísli Berg/RÚV / Gísli Berg/RÚV

„Það er rosa hressleiki, kannski smá galsi“

08.05.2021 - 16:11

Höfundar

„Takk fyrir að fylgjast með og verið besta útgáfan af sjálfum ykkur,“ eru skilaboð Daða Freys til Íslendinga sem fylgjast spenntir með gengi hans og Gagnamagnsins í Eurovision-söngvakeppninni.

Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað til Rotterdam í morgun. Daði og Gagnamagnið stíga á svið í seinni undanúrslitum fimmtudaginn 20. maí. Bjartsýni ríkir á að lagið 10 Years komist í úrslitin sem verða tveimur dögum síðar en veðbankar spá því nú fimmta sæti.

Daði segist ekki hafa sofið mikið áður en lagt var í hann, „einn og hálfur tími er vel sloppið.“ Hann sofi almennt ekki mikið. Hópurinn hittist í útvarpshúsinu í Efstaleiti áður en stigið var um borð í Gagnavagninn og haldið til Keflavíkur. 

„Við ætlum að gera okkar atriði og getum ekki gert mikið meira en það,“ segir Daði og að stemmningin í hópnum sé góð eins og alltaf. „Við erum hress hópur, sérstaklega miðað við hvað við erum búin að sofa lítið núna þá er rosa hressleiki, kannski smá galsi.“

 

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Berg/RÚV

Árný Fjóla fékk fyrstu sneiðina af stórri tertu í grænum og rauðum litum Gagnamagnsins, þegar í flugstöðina var komið. Einnig var boðið upp á bollakökur með kremi í sömu litum. 

Atriði Daða og Gagnamagnsins er áttunda á svið í síðari undanriðlinum, næst á eftir Moldóvu og á undan Serbíu. Finnar,sem veðbankar spá 11. sæti og Danir sem útlit er fyrir að verði öllu neðar, eru í sama riðli og Íslendingar. 
 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Helga rokkar með Finnum: „Var að læra að gera þetta“

Tónlist

Daði og Gagnamagnið halda til Rotterdam

Kvikmyndir

Jaja ding dong-gaurinn verður stigakynnir í Eurovision

Tónlist

Hvert er besta Eurovision-lag allra tíma?