Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

ESB tryggir sér enn fleiri skammta frá Pfizer

08.05.2021 - 12:34
epa08747241 European Commission President Ursula von der Leyen arrives for a two-days face-to-face European Council summit, in Brussels, Belgium, 15 October 2020. EU countries leaders are meeting in person for a two-day summit expected to focus mainly on EU-UK negotiations following Brexit, climate ambition and EU Budget.  EPA-EFE/Olivier Matthys / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AO
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skrifað undir samning við framleiðendur Bi­oNTech-Pfizer um kaup á 900 milljón skömmtum af bóluefni til viðbótar við þá skammta sem áður var búið að semja um.

Þessu greindi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, frá á Twitter síðu sinni í morgun.

Samningurinn kveður einnig á um kauprétt á 900 milljón skömmtum af bóluefninu til viðbótar. Samtals eru þetta því á annan milljarð skammta af bóluefninu sem afhentir verða á árunum 2021 til 2023.