Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Daði og Gagnamagnið halda til Rotterdam

Mynd með færslu
 Mynd: Thule Photo

Daði og Gagnamagnið halda til Rotterdam

08.05.2021 - 05:30

Höfundar

Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað úr Efstaleiti á fimmta tímanum í morgun. Leiðin liggur til Rotterdam í Hollandi, þar sem Daði og Gagnamagnið stíga á svið fimmtudaginn 20. maí, og svo vonandi aftur tveimur dögum síðar.

Veðbankar spá laginu 10 years góðu gengi í Rotterdam. Lagið er nú í fimmta sæti þeirra, á eftir framlagi Ítala, Svisslendinga, Frakka og Maltverja.

Í gær var svo greint frá því í Vikunni með Gísla Marteini að Olaf Yohansson, eða Jaja Ding Dong gaurinn úr Eurvision: The Story of Fire Saga, kynnir stigagjöf Íslands á úrslitakvöldinu.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Jaja ding dong-gaurinn verður stigakynnir í Eurovision

Popptónlist

Helga Möller var efins um að senda ætti Daða út aftur