Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ísland eitt tólf landa á grænum ferðalista Englendinga

Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd:
Ísland er meðal þeirra sautján landa sem enskum ferðalöngum verður leyft að heimsækja eftir 17. maí næstkomandi. Brýnt er fyrir Englendingum sem ætla að leggja í ferðalög að staðfesta að reglur á áfangastað leyfi ferðalög þeirra þangað.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að stjórnvöld skipti löndum og landsvæðum í þrjá flokka, rauðan, rauðgulan og grænan flokk. Ferðamenn þurfa ekki að sæta sóttkví við heimkomu eftir að hafa heimsótt þau lönd sem tilheyra græna flokkunum.

Litaskiptingin byggir í stórum dráttum á fjölda kórónuveirutilfella í hverjum landi og gengi bólusetninga. Ekki hafa enn borist tilkynningar frá Skotlandi, Wales eða Norður-Írlandi um sambærilegar aðgerðir til að millilandaferðalög geti hafist.

Tólf landa listinn verður endurskoðaður að þremur vikum liðnum en auk Íslands mega Englendingar meðal annars fara í frí til Portúgals, Ástralíu, Ísrael, Nýja Sjálands og Færeyja.

Eyríki eru áberandi á listanum en hafa ber í huga að stjórnvöld áskilja sér rétt til að fjarlægja lönd af honum með stuttum fyrirvara.