Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hraunið skríður fram eins og jarðýtubelti

07.05.2021 - 12:09
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Hraunbreiðan í Meradölum skríður fram eins og jarðýtubelti. Þegar það hrynur úr jaðrinum efst og þá heyrast sérkennileg hljóð, eiginlega eins og glerbrot, og þannig skriður hraunið áfram.

Hraunbreiðurnar í Meradölum sameinuðust um síðustu helgi þegar kvikustrókavirkni fór að aukast í gígnum í Geldingadölum. Hraunið rennur nú að miklu leyti í Meradali það sem mikið magn er búið að breiða úr sér í dalbotninum á stuttum tíma.

Það sést vel á þessum drónamyndum sem  eins og sest á þessum drónamyndum sem Guðmundur Bergkvist kvikmyndatökumaður tók í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn telur hraunbreiðuna vera nokkurra metra þykka þar sem hún er þykkust.