Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Evrópuríki vilja að Ísrael láti af landtöku

epa08510171 Overview of Israeli settlement Efrat in the Gush Etzion settlement block, the West Bank, 16 June 2020 (issued 26 June 2020). The Israeli government plans to extend its control over the West Bank by annexing more than 200 Israeli settlements from 1 July, a move that has been widely condemned by the international community apart from the US-backed plan, which US president Donald Trump and Israeli prime minister Benjamin Netanyahu have called ?the deal of the century?.  EPA-EFE/ABIR SULTAN ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA
Stórveldi í Evrópu kalla eftir því að Ísraelar hætti útvíkkun landtökubyggða sinna á Vesturbakkanum. Byggja á yfir 500 heimili þar á næstunni.

Utanríkisráðherrar Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Spánar og Ítalíu sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir hvetja ísraelsk stjórnvöld til að láta af byggingaáætlunum sínum á ólöglegum landtökubyggðum á hernumdum svæðum Vesturbakkans. „Landtaka er ólögleg samkvæmt alþjóðalögum, og ógnar tilraunum til friðsamlegra lausna á deilum Ísraela og Palestínumann," segir í yfirlýsingunni að sögn Deutsche Welle. Því kalla ráðherrarnir eftir því að báðir aðilar láti af einhliða aðgerðum og taki að nýju upp viðræður til þess að vinna að tveggja ríkja lausn og ljúka átökum.

Ísraelsk yfirvöld kynntu áform sín um byggingu 540 heimila í Har Homa hverfinu á hernumdum svæðum á milli Austur-Jerúsalem og Betlehem. Síðustu vikur hafa palestínskar fjölskyldur reynt að berjast fyrir því að halda heimilum sínum á landsvæði sem landtökumenn hafa lýst eign sinni á.