Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19

06.05.2021 - 10:46
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til vikulegs upplýsingafundar í dag klukkan ellefu vegna kórónuveirufaraldursins.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni sem mun fara yfir skipulag og framkvæmd bólusetningar á Íslandi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stýrir fundinum að venju.

Fundurinn er í beinni útsendingu í sjónvarpi, útvarpi og hér á vefnum.