Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ungir Bandaríkjamenn fá lífstíðardóm á Ítalíu

06.05.2021 - 03:08
epa09180032 (FILE) - Defendants Gabriel Natale-Hjorth (C-R) and Finnegan Lee Elder (C-L), both from the United States, arrive for a hearing in the murder trial in Rome, Italy, 06 March 2021 (reissued 06 May 2021). Natale-Hjorth and Lee Elder were sentenced to life in prison on 05 May for the 2019 murder of Carabinieri paramilitary police officer Mario Cerciello Rega in Rome.  EPA-EFE/ALESSANDRA TARANTINO / POOL / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL POOL
Tveir ungir Bandaríkjamenn hlutu í gær lífstíðardóm á Ítalíu fyrir að myrða lögreglumann. Morðið frömdu þeir í Róm sumarið 2019, þegar þeir voru í sumarleyfi í borginni.

Finnegan Lee Elder, sem er 21 árs, játaði að hafa stungið lögreglumanninn Mario Cerciello Rega síðla nætur eftir áflog. Vinur hans, Gabriel Natale-Hjorth, sem er tvítugur, myrti lögreglumanninn ekki, en aðstoðaði vin sinn við að fela hnífinn. Samkvæmt ítölskum lögum eru þeir samsekir.

Elder er sagður hafa stungið lögreglumanninn ellefu sinnum með hnífi. Bandaríkjamennirnir báru við sjálfsvörn. Komið hafi verið aftan að þeim og þeir hafi talið að mennirnir væru tengdir glæpamönnum sem tengdust misheppnuðum fíkniefnaviðskiptum. Lykilvitni málsins, lögreglumaðurinn Andrea Varriale, segir frásögn mannanna af og frá. Varriale stóð vaktina með Cerciello þetta afdrifaríka kvöld, og segir hann að þeir hafi verið fyrir framan þá og greint frá því að þeir væru í lögreglunni.

Málið vakti mikil viðbrögð á Ítalíu. Bæði var Cerciello hylltur sem hetja og jarðarför hans sýnd í beinni útsendingu, og málið varpaði einnig ljósi á misvísandi yfirlýsingar lögreglunnar í málinu. Þá segir AFP fréttastofan að málinu hafi af mörgum verið líkt við réttarhöldunum yfir Amöndu Knox, sem var dæmd og síðar sýknuð fyrir morð á Ítalíu árið 2007.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV