Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Forsetinn bólusettur með AstraZeneca í Hú-bol

06.05.2021 - 09:29
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RUV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal þeirra sem var bólusettur í Laugardalshöll í morgun. Guðni mætti að sjálfsögðu í stuttermabol eins og fólk er beðið um. Sá var skreyttur mynd eftir Hugleik Dagsson með vinsælu slagorði íslenska karlalandsliðsins sem hljómar yfirleitt á eftir víkingaklappinu. Guðni hrósaði framkvæmdinni en sagði sprautuna ekki breyta neinu fyrir sumarplön sín - hann hefði ætlað að ferðast innanlands.

Guðni viðurkenndi í samtali við fréttastofu að fjölskyldan hefði rætt í hvers konar bol hann myndi mæta.

Hann sagðist ekki hafa viljað gera upp á milli íþróttafélaga og því hefði niðurstaðan verið sú að mæta í Hú-bolnum frá Hugleiki Dagssyni.

Á covid.is kemur fram að notast verði við bóluefnið frá AstraZeneca í dag. Nærri 4.000 skammtar verða notaðir í þessari viku. Nærri 40 þúsund verða bólusettir í þessari viku og hafa aldrei verið fleiri.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV