Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þriðja þyrlan bætist í flota Landhelgisgæslunnar

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Ný þyrla bættist í flota Landhelgisgæslunnar í gær þegar þriðja þyrlan kom til landsins. Þyrlan nefnist TF-GNA og er hún þriðja þyrlan í sögu Landhelgisgæslunar sem ber það nafn.

Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan sjö í gærkvöld. Ferjuflugið hófst í Stafangri í Noregi þar sem vélin hefur verið yfirfarin og standsett síðustu mánuði. Í júní í fyrra var gerður leigusamningur á milli Gæslunar og Knuts Axels Ugland Holding um leigu á vélinni sem er af gerðinni Airbus Super Puma H225 líkt og hinar tvær þyrlur Gæslunar, TF-EIR og TF-GRO. TF-GNA var framleidd árið 2014 og var áður í notkun hjá Bristow í Noregi.

Þyrlan millilenti á Hjaltlandseyjum, í Færeyjum og á Egilsstöðum á leið sinni til nýrrar heimahafnar. Nýja þyrlan er sú þriðja sem ber einkennisnafnið TF-GNA. Upphaflega stóð til að hún yrði tekin í notkun um áramót en einhverjar tafir hafa orðið á því.

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í þyrluflota Landhelgisgæslunnar undanfarið eftir að ákveðið var að hætta að nota TF-LÍF, sem hefur verið í þjónustu Gæslunnar frá árinu 1995. 

Sjúkraþyrla á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, við Landspítalann í Fossvogi. Mynd: Heilbrigðisráðuneytið