Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Slökkvistarfi í Heiðmörk lokið

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum í Heiðmörk. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins fóru síðustu menn af svæðinu á fjórða tímanum, eftir að hafa verið fullvissir um að allt væri í lagi.

Alls urðu yfir tveir ferkílómetrar gróðurlendis sinueldinum í Heiðmörk að bráð. Eldurinn kviknaði á fjórða tímanum í gærdag, og þurfti að beita ýmsum ráðum gegn honum þar sem hann var nokkuð fjarri veginum í Heiðmörk. Fyrir miðnætti taldi slökkviliðið sig vera búið að ráða niðurlögum eldsins að mestu. Nokkrir slökkviliðsmenn stóðu vaktina þar til á fjórða tímanum til að tryggja að eldurinn tæki sig ekki upp að nýju.