Manchester City í úrslitin í fyrsta sinn

epa09177844 Manchester City's Riyad Mahrez (L) celebrates with his teammate Kevin De Bruyne (R) after scoring the 1-0 lead during the UEFA Champions League semi final, second leg soccer match between Manchester City and Paris Saint-Germain in Manchester, Britain, 04 May 2021.  EPA-EFE/PETER POWELL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Manchester City í úrslitin í fyrsta sinn

04.05.2021 - 21:08
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, komst í kvöld í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu félagsins. City lagði PSG í síðari leik undanúrslitanna í kvöld, 2-0.

Riyad Mahrez var hetja City í kvöld en hann skoraði bæði mörkin. Það fyrra á 11. mínútu og það síðara á 63. mínútu. Angel Di Maria, leikmaður PSG, fékk að líta rauða spjaldið á 69. mínútu fyrir að traðka á Fernandinho. 

Manchester City vann fyrri leik liðanna 2-1 og einvígið því samanlagt 4-1.

City mætir annað hvort Real Madrid í Chelsea í úrslitaleiknum. Það ræðst annað kvöld.