Kvöldfréttir: Gróðureldar í Heiðmörk

04.05.2021 - 18:30
Slökkvilið berst við illiviðráðanlegan eld við Vífilsstaðavatn í Heiðmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.

Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fara varlega í afléttingu samkomutakmarkana. Faraldurinn gæti blossað upp að nýju. Heilbrigðisráðherra ákvað í dag að framlengja gildistíma núverandi reglugerðar um sóttvarnir um eina viku. 

Eitt umfangsmesta sakamál í dönskum sjávarútvegi er nú fyrir dómstólum í Danmörku. Efnaðasta útgerðarmanni landsins er gefið að sök að skrá kvóta á fjölskyldu og samstarfsfólk, því hann orðið meira en leyfilegt er. 

Hlið sem setja á upp á fjölförnu útivistarsvæði á Akureyri hefur valdið miklum deilum. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga segir hliðin minna á vopnaleitarhlið á Keflavíkurflugvelli. 

Tíu ár eru liðin frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt fyrstu tónleika sína Hörpu og eignaðist þar heimili.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV