Íslensk stjórnvöld hyggjast leggja Indlandi lið

Municipal workers prepare to bury the body of a person who died of COVID-19 in Gauhati, India, Sunday, April 25, 2021. India’s crematoriums and burial grounds are being overwhelmed by the devastating new surge of infections tearing through the populous country with terrifying speed, depleting the supply of life-saving oxygen to critical levels and leaving patients to die while waiting in line to see doctors. (AP Photo/Anupam Nath)
 Mynd: AP
Utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið vinna saman að því að skoða með hvaða hætti sé best að styðja við indversk stjórnvöld í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Yfir tuttugu milljónir tilfella hafa nú greinst í landinu.

Hörmulegt ástand

Óvíða geisar faraldurinn af meiri krafti en á Indlandi, sjúkrahús eru yfirfull, súrefnisbirgðir litlar sem engar og örvænting ríkir meðal sjúklinga og ástvina þeirra. Yfir tuttugu milljónir tilfella hafa nú greinst á Indlandi, þar af greindust 355 þúsund manns í gær og síðustu daga hafa 3000 til 4000 manns látist á degi hverjum.

Sjá einnig: Engin lyf, ekkert súrefni, ekki neitt

FJöldi þjóða býður fram aðstoð

Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að þau hygðust styrkja Rauða Krossinn á Indlandi um jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna ásamt því að senda þangað 53 öndunarvélar. Stjórnvöld í Bretlandi, Ísrael, Bandaríkjunum, Þýskalandi og fleiri löndum hafa líka stutt við Indland. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir að ráðuneytið sé að leggjast yfir hvernig best megi styðja indversk stjórnvöld í baráttunni við faraldurinn. Sérstaklega sé verið að kanna hvort hægt sé að gefa sjúkragögn til landsins. Að öðrum kosti kæmi til greina að veita aðstoð í gegnum alþjóðastofnanir eða samtök með framlagi til stofnana á borð við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem er leiðandi afl innan alþjóðlega bóluefnasamstarfsins ACT-accelerator. Sveinn gerir ráð fyrir því að botn fáist í málið fljótlega.