Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Bill og Melinda Gates að skilja eftir 27 ára hjónaband

epa04840688 Microsoft co-founder Bill Gates (R) and his wife Melinda Gates (L) arrive for the Allen and Company 33rd Annual Media and Technology Conference, in Sun Valley, Idaho, USA, 10 July 2015. The event brings together the leaders of the world's
Bill og Melinda Gates komu bæði til greina sem möguleg varaforsetaefni Hillary Clinton. Mynd: EPA
Hjónin Bill og Melinda Gates tilkynntu í gær að þau ætli að skilja, eftir rúmlega 30 ára samband og 27 ára hjónaband. Hjónin, sem ku alltaf hafa verið afar samhent, birtu samtímis sameiginlega tilkynningu um þessa ákvörðun sína, hvort á sinni Twitter-síðu. Þar segir að þótt þau ætli að fara hvort sína leiðina í einkalífinu hér eftir, þá hyggist þau áfram vinna saman að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem Gates-stofnun þeirra hjóna hefur sinnt síðustu tvo áratugi.

Stofnunin er ein fjársterkasta mannúðarstofnun einkaaðila sem um getur og voru eignir hennar metnar á 43 milljarða Bandaríkjadala árið 2019. Hún hefur einkum stutt við bakið á rannsóknum og verkefnum á sviði helibrigðis- mennta- og loftslagsmála á heimsvísu.

Næst stærsti styrktaraðili WHO og sérlegur velunnari bólusetninga

Stofnunin er stærsti einstaki styrktaraðili Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, að þjóðríkjum undanskildum. Hún hækkaði framlag sitt til stofnunarinnar í 250 milljónir Bandaríkjadala í fyrra, þegar Donald Trump, þáverandi forseti, stöðvaði fjárveitingar Bandaríkjanna til WHO. 

Bólusetningarátök og þróun bóluefna hafa notið sérstakrar velvildar stofnunarinnar, sem hefur lagt nær tvo milljarða dala í þróun bóluefnis gegn COVID-19 síðasta árið.