Valur sterkari á lokasprettinum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Valur sterkari á lokasprettinum

03.05.2021 - 21:55
Þrír leikir fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta i kvöld, þar er mikil spenna heilt yfir en mest er hún á botni deildarinnar þar sem mörg lið geta enn fallið niður í næstefstu deild.

 

Haukar og Höttur sátu á botni deildarinnar fyrir kvöldið en voru aðeins einum sigri á eftir næstu liðum. Haukar sóttu Val heim að Hlíðarenda en Haukar höfðu unnið alla þrjá leiki sína eftir að keppni hófst að nýju í apríl. Góð spilamennska Hauka hélt áfram í kvöld og voru þeir þremur stigum yfir í hálfleik, 37-34. Haukar héldu forystu sinni í þriðja leikhluta en munurinn var aldrei mikill. Fjórði leikhlutinn var svo æsispennandi, Valsmenn komust yfir snemma í honum og héldu henni allt til loka leiksins og unnu að lokum 87-79. Valur heldur fjórða sætinu einir en Haukar í neðsta sæti deildarinnar eins og staðan er núna.

Höttur tók á móti Þór Þorlákshöfn, en Þórsarar berjast við Stjörnuna um annað sæti deildarinnar. Þessi munur sást glögglega í fyrri hálfleik. Þó munaði aðeins einu stigi eftir fyrsta leikhluta en í hálfleik var munurinn 19 stig, 51-32 fyrir Þór. Hattarmenn svöruðu svo í þriðja leikhluta og voru búnir að minnka muninn í 6 stig fyrir lokafjórðunginn, 70-64. Þórsarar gáfu hins vegar ekki fleiri færi á sér í leiknum. Þeir sigu aftur lengra framúr og unnu loks með 100 stigum gegn 85. Höttur er því áfram í næstneðsta sætinu, tveimur stigum frá öruggu sæti

Í þriðja leik kvöldsins vann ÍR Stjörnunar með 97 stigum gegn 95 og er Þór því í 2. sæti, 2 stigum á undan Stjörnunni en 8 stigum á eftir deildarmeisturum Keflavíkur þegar tvær umferðir eru eftir.