Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þrjú dóu þegar bátur fórst við strönd Kaliforníu

epa09174896 A handout photo made available by the San Diego Fire-Rescue Department (SDFD) shows part of the wreckage of a boat that capsized, washing ashore near Point Loma, San Diego, California, USA, 02 May 2021. At least three people died and dozens were rescued off the coast of San Diego after a reportedly suspected smuggling boat capsized in rough waters.  EPA-EFE/SDFD HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE/MANDATORY CREDIT/ HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Báturinn steytti á skeri nánast uppi í landsteinunum og brakinu skolaði fljótt á land. Mynd: EPA-EFE - SDFD
Þrennt drukknaði og 27 voru flutt á sjúkrahús eftir að yfirfullt bátskrifli steytti á skeri við strönd Kaliforníu í morgun. Slysið varð skammt frá San Diego þegar tólf metra löngum bátnum var siglt upp á sker nánast alveg uppi í landsteinunum. Báturinn tók fljótlega að liðast í sundur og fólkið forðaði sér frá borði í ofboði. Brimrót torveldaði hvort tveggja fólkinu að ná landi og viðbragðsaðilum að koma því til hjálpar. Fór svo að þrjú úr hópnum létust en öðrum tókst að bjarga við illan leik.

Nokkuð víst að smyglarar voru á ferð

Jefferey Stephenson, talsmaður toll- og landamæragæslunnar, segir bátinn hafa verið á vegum smyglara. „Og smyglarar hirða ekki um öryggi fólksins sem það hefur að féþúfu," sagði Stephenson, „þeir hugsa bara um ágóða. Öryggisbúnaði var verulega ábótavant í bátnum og hann var augljóslega verulega ofhlaðinn."

Stephenson sagði allt benda til þess að fólkið um borð hafi verið förufólk frá Rómönsku Ameríku sem freistaði þess að komast ólöglega til Bandaríkjanna með þessum hætti. Einn maður er í haldi, sem landamæragæslan telur smyglarann í hópnum. Þau sem lifðu voru öll flutt á sjúkrahús með mismikla áverka eftir volkið.