Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Það er miklu skilvirkara að skrifa ljóð á ensku

Mynd: Kjartan Ragnarsson / Kjartan Ragnarsson

Það er miklu skilvirkara að skrifa ljóð á ensku

03.05.2021 - 15:17

Höfundar

„Þegar ég skrifa ljóð á íslensku get ég bara deilt þeim með íslenskum vinum mínum en ekki þeim sem skilja ekki íslensku. Þess vegna fannst mér þetta mjög rétt,“ segir Kjartan Ragnarsson tvítugur Reykvíkingur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Here We Are, þar sem öll ljóðin eru á ensku.

Kjartan ólst upp í Garfarvoginum í Reykjavík og náði að verða stúdent frá Verslunarskóla Íslands áður en tímar breyttust með afgerandi hætti. Hann notað Covid-tímann til þess að ganga frá og gefa út fyrstu ljóðabók sína, Here We Are. „Ég er dáldið lunkinn í ensku og er í rauninni miklu flinkari með ljóðlist á ensku en íslensku þannig að ég hugsaði ef ég ætla að búa til bók og hún á að vera góð að þá myndi ég frekar byrja á ensku," segir Kjartan en segist jafnframt lesa mikið á íslensku. „Ef ég les eina eða tvær bækur á ensku þá reyni ég að taka eina á íslensku líka." 

Þótt ljóðin séu á ensku er ekki örgrannt að gæti í þeim íslenskrar ljóðhrynjandi, ríms og jafnvel ljóðstafa. Kjartan segir það örugglega rétt enda sé hann alinn upp við íslensk ljóð.  „Þetta er bara inni í mér. Ég haf alist upp við að skrifa ljóð svona. En ég nota náttúrlega líka mikið sígildar aðferðir úr enskum ljóðum, með endarími og svoleiðis. Ljóðstafirnir búa til flæðið, hrynjandina, sem er eitthvað sem skiptir mig miklu máli."   

Ljóðabókin Here We Are skiptist í fjóra kafla eftir árstíðunum. Í byrjun bókar er lesendum boðið að dvelja hér, þ.e. á þeim stað sem titill bókarinnar Here we are vísar til.

In this poetry book you will find a varied cast of characters. None of them are static, and each has a life that extends beyond these pages. As individuals, they are trying to cope  with their lives and make sense of the world, much like you or me. Some of them come to know each other by the end.

Í ávarpsorðum bókarinnar er jafnfram bent á að persónur bókarinnar lifi í borg, engri sérstakri borg heldur ósköp venjulegri borg þar sem er að finna margrahæða hótel, hættulegt næturlíf, syfjuleg úthverfi og „those parks that challenge the sprawl," eins og segir þar.

Fyrst og fremst er þó borgin full af fólki, ungu fólki, sem margvíslegar spurningar sækja á um tilvistina hér og nú og í framtíðinni, um ástina en fyrst og síðast kannski um óendanleikann og endanleikann. Kjartan tekur undir það.  „Fólk bara fer í gegnum lífið en það er margt sem er að gerast í hausnum á því." Í stórum hluta ljóðanna er ljóðmælandi í fyrstu persónu, „en þetta eru margar persónur og sumar persónurnar koma aftur í öðrum ljóðum," segir Kjratan. „Mér finnst það vera mennsk leið til að vinna í gegnum svona stórar spurningar. Við erum ekki alltaf samkvæm sjálfum okkur, hugsanir okkar skarast á ... svo er þetta líka skemmtileg leið til að ramma inn spurningar, setja upp myndlíkingar eða aðstæður." 

Eigi að síður eru ljóðin auðvitað persónuleg eins kveikjan að ljóðinu „Framfarir í borginni" vitnar um.

Progress in the City

I´ve been thinking about 
tunnels

The ones we
dig to skip
montains

When we stopped
taking the high road

We forget the
view from the
top

Kjartan segir ljóðið eiga uppruna sinn í hugleiðingu hans sjálfs um það, að þótt hann hafi ótal sinnum keyrt upp í Kjós, þá hafði hann lengst af aldrei séð Hvalfjörðinn. Vissulega heyrt um það hvað Hvalfjörðuinn sé fallegur í góðu veðri en það taki svo langan tíma að keyra hann. „Þetta gerum við manneskjurnar, við styttum okkur alltaf leiðina (...) göng eru grafin til að stytta leiðina. Í ljóðinu er talað um að sleppa fjöllunum og það er það sem við gerum en við gleymum fegurðinni sem felst í því að fara lengri leiðina. (...) bókin fjallar mikið um það hvernig við reynum að gera lífið skilvirkara um leið og við missum af miklu sem sem gerir lífið fallegra."   

Flestar persóna ljóðanna eiga þannig að líkindum sitthvað sammerkt með höfundi sínum, bæði þær persónur sem mæla í fyrstu persónu og þriðju persónu ljóðin með nafngreindum persónum, eins og þeim Elliot og Sofie. Elliot er innblásinn af aðalpersónu frægs söngleiks sem síðar varð kvikmyndin Billie Elliot. Sofie vísar hins vegar til borgarinn Sofiu, höfuðborgar Búlgaríu. 

Ljóðin í bókinni Here We Are eftir Kjartan Ragnarsson eru borgarljóð, ljóð um fólk, hugsanir þess og tilfinningar í hinu manngerða umhverfi sem þó ævinlega vísar í náttúruna, tekur jafnvel mynd sína af henni, eins og skýrt má greina í ljóðinu „Hugleiðingar múrhleðslumanns."

Thought of the Bricklayer

We love the forests that circle our cities

But cities are a forest of their own

The cities are like trees in how they grow.

Look at how the branching roads connect
the blooming structures.

A metal smeltery and leafy forest trees
put the petal to metal so that both can
live and breathe

Ironic how we pluck the weeds and kill all
of the bees

I guess it´s in the nature of the weeds and kill all
of the bees

I guess it´s in the nature of the ape to jump
from tree to tree to tree to tree

then cross the plains
to build cities

Kjartan Ragnarsson telur afar líklegt að hann muni halda áfram að yrkja ljóð. Hann sé lengi að vinna í hverju ljóði, hugmyndin komi fljótt en síðan þurfi hugmyndin að þroskast og það þurfi að finna henni viðeigandi orð. Kjartan stundar nám í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og titlar sig einnig „public speaker" eða ræðumann enda mikill áhugamaður um ræðumennsku og hefur tekið þátt í ótal ræðukeppnum bæði hér heima og erlendis og þjálfað aðra unga ræðumenn til keppni í slíku.

Mynd með færslu
 Mynd: Kjartan Ragnarsson - Aðsend