Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hvert er besta Eurovision-lag allra tíma?

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - RÚV

Hvert er besta Eurovision-lag allra tíma?

03.05.2021 - 12:07

Höfundar

Íslenskum Eurovision-aðdáendum gefst tækifæri til að velja uppáhaldslögin sín úr 65 ára sögu keppninnar í kosningu sem nú stendur yfir á RÚV.is. Hægt er að greiða atkvæði til 13. maí og úrslitin verða kynnt í Popplandi föstudaginn 21. maí.

Með vori og hækkandi sól lyftist geð margra landsmanna, ekki síst nú þegar loksins sér fyrir endann á samkomutakmörkunum sem hafa verið veruleiki Íslendinga í rúmt ár. Maímánuður er runninn upp og það segir okkur að sumarið er á næsta leyti, en fyrst fagna Evrópubúar viðburði sem fram hefur farið á þessum tíma árs í meira en sextíu ár, aðeins með undantekningu í fyrra. En það er engin undantekning í ár. Eurovision verður loksins haldið í Rotterdam í Hollandi og 20. maí fylgjumst við með Daða Frey og komumst að því hvort Gagnamagnið fer í úrslit með lagið 10 years.

Til að hita upp fyrir herlegheitin standa Rás 2 og Eurovision fyrir kosningu um hver eru 50 vinsælustu Eurovision-lögin frá upphafi. Hollenska ríkisútvarpið NPO leiðir verkefnið og fjölmargar útvarpsstöðvar í Evrópu taka þátt í því. Á RÚV.is er hægt að velja þrjú til tíu af uppáhaldslögunum sínum úr 65 ára sögu keppninnar og greiða þeim atkvæði. Kosningin stendur til 13. maí og úrslitin verða kynnt í Popplandi föstudaginn 21. maí.

Kosningin fer fram hér.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Daði og gagnamagnið áttundu á svið í Rotterdam