Hákon Daði á förum frá ÍBV

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Hákon Daði á förum frá ÍBV

03.05.2021 - 20:26
Hákon Daði Styrmisson hornamaður ÍBV í úrvalsdeild karla í handbolta er að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku erlendis.

Hákon var í viðtali við Vísi.is eftir sigur liðsins á Gróttu út á Seltjarnarnesi 32-28. Þar tjáði hann blaðamanni að það kæmi í ljós í vikunni hvernig hans mál kæmu til með að þróast. 

Hákon hefur spilað frábærlega í liði Eyjamanna í vetur og er með 131 stig í 17 leikjum. Hann segir nokkur lið hafa áhuga á starfskröftum sínum.

„Gummersbach er meðal þeirra sem hafa áhuga, þetta mun allt koma í ljós á næstu dögum og vonandi gengur þetta í gegn svo ég geti tekið leikinn minn upp á næsta þrep,“ sagði Hákon í samtali við Vísi.

„Það er búið að vera frábært að vera í Eyjum, fyrir unga leikmenn að komast í umhverfi sem er líkt atvinnumennsku er ÍBV frábært lið, þjálfararnir eru frábærir, leikmennirnir geggjaðir og þetta hafa verið frábærir tímar.“