Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Danir ætla ekki að nota bóluefnið frá Janssen

FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
Heilbrigðisráðherra Danmerkur upplýsti þingmenn á fundi í heilbrigðisráðuneytinu í morgun að bóluefnið frá Janssen yrði ekki notað. Þetta fullyrða bæði TV2 og Jyllands-Posten. Samtals 6.500 skammtar fara í dreifingu hér á landi í þessari viku.

Fram kemur á vef TV2 að ákveðið hafi verið að fresta bólusetningum með Janssen-bóluefninu eftir að hlé var gert á bólusetningu í Bandaríkjunum.

Vaknað hafði grunur um tengsl milli bóluefnisins og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa þar sem magn blóðflagna er einnig minnkað. Lyfjastofnun Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í lok apríl að heildarávinningur af notkun bóluefnisins væri meiri en áhættan sem henni fylgdi.

Þetta er annað bóluefnið sem Danir hætta að nota og fram kemur á vef Jyllands-Posten að þetta sé jafnframt það bóluefni sem Danir hafi keypt mest af. Astra Zeneca er hitt bóluefnið sem Danir nota ekki. 

Bæði bóluefnin eru notuð hér á landi. Samtals 6.500 skammtar af bóluefni Janssens fara í dreifingu í þessari viku. Aðeins þarf einn skammt af bóluefninu til að teljast fullbólusettur.  Enginn verður bólusettur með bóluefni Astra Zeneca í þessari viku en um 16 þúsund voru bólusett með því í síðustu viku. Þrír mánuðir líða á milli fyrri og seinni sprautunnar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV