Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Danir leggja Indverjum lið í baráttunni við faraldurinn

02.05.2021 - 16:49
epa09163389 A woman sits next to the bodies of COVID-19 victims waiting to be cleared for the cremation at the cremation ground in New Delhi, India, 27 April 2021. The WHO Chief Tedros Adhanom Ghebreyesus told reporters that the situation in India is beyond heartbreaking after India recorded a massive surge of 332,730 fresh Covid-19 cases and 2,771 deaths, the highest single-day spike in COVID-19 infections and also struggling with the oxygen supply.  EPA-EFE/IDREES MOHAMMED
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja Rauða Krossinn á Indlandi um eina milljón evra ásamt því sem 53 öndunarvélar verða sendar til landsins.

Þar geisar önnur bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar af gríðarlegum krafti eftir að smitum tók að fjölga mjög um miðjan mars eftir tilslakanir af hálfu stjórnvalda.

Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu framtaki stjórnvalda á vef sínum. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, segir að þetta sé aðeins upphafið að stuðningi við Indverja.

„Við leitum allra leiða til liðsinnis og ætlum að halda áfram að ræða við þarlend stjórnvöld um hvað það er sem þau þarfnast helst,“ segir Kofod.