Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Diljá Mist stefnir á þriðja sæti í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. og 5. júní næstkomandi. 

Diljá Mist er fædd árið 1987, hefur verið aðstoðarmaður utanríkisráðherra frá árinu 2018. Hún starfaði áður sem fulltrúi á lögmannsstofunni Lögmáli og er yngst kvenna á Íslandi til að hljóta málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Diljá tekur sér leyfi frá störfum frá 17. maí. 

Hvort Reykjavíkurkjördæmanna hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Kjördæmin urðu til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 sem fyrst var kosið eftir í Alþingiskosningum 2003.