Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bjartsýnn á að opna megi allt að nýju í Þorlákshöfn

Elliði Vignisson Bæjarstjóri í Ölfusi
 Mynd: Fréttir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, er bjartsýnn á að hægt verði að hefja ýmsa þá starfsemi sem hefur verið lokuð í Þorlákshöfn þegar í næstu viku á hefðbundnum nótum. Ekkert smit greindist þar utan sóttkvíar í gær en tvö smit hjá fólki sem hafði verið lengi í sóttkví.

Elliði greinir frá þessu á Facebook síðu sinni þar sem hann bætir við að lítil hætta sé á að fólkið hafi smitið aðra. Hópsmit sem upp í bænum varð til þess að ýmsum stofnunum þar var lokað. 

ÞETTA ER AÐ TAKAST! Ég var rétt í þessu að fá þau skilaboð að ekkert smit í Þorlákshöfn hafi greinst hjá fólki utan...

Posted by Elliði Vignisson on Laugardagur, 1. maí 2021

Samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna greindust þrjú kórónuveirusmit innanlands í gær og öll innan sóttkvíar.

Bæjarstjórinn segir að komi ekkert óvænt upp á verði sundlaugin opnuð á morgun og grunnskólinn hefji kennslu samkvæmt stundskrá á mánudag. Starfsemi leikskólans verði með hefðbundnum hætti, bóksafnið opni sem og skrifstofur sveitafélagsins.

Elliði lýkur færslunni með þessum orðum: „Sem sagt, hamingjan tekur öll völd.“