Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Svíakonungur 75 ára

30.04.2021 - 13:00
epa09169288 King Carl XVI Gustaf of Sweden holds flowers and salutes as he celebrates his 75th birthday at The Royal Palace in Stockholm, Sweden, 30 April 2021. The King and Queen Silvia celebrate in a limited form in the palace due to the ongoing coronavirus pandemic.  EPA-EFE/Anders Wiklund  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT
Karl XVI Gústaf Svíakonungur fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hátíðarhöldin eru að sögn sænskra fjölmiðla umtalsvert lágstemmdari vegna COVID-19 faraldursins en fyrir fimm árum. Þá flykktust þúsundir landsmanna út á götur í Stokkhólmi og fögnuðu sjötíu ára afmæli konungs. Karl Gústaf tók í morgun á móti Stefan Löfven forsætisráðherra og fleiri stjórnmálaleiðtogum. Síðdegis hittir hann framámenn í sænska hernum.

Fyrr í vikunni sagði konungur í hlaðvarpsþætti að hann nyti hlutverks síns í þjóðlífinu þótt því fylgdi stundum álag að vera stöðugt í sviðsljósinu. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV