Misturmysterían ráðin – samkurl eldgossins og iðnaðar

Mynd: Bjarni Rúnarsson / RÚV
Þónokkuð mistur hefur legið yfir suður- og vesturhluta landsins seinustu daga. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að mistrið sé sambland áhrifa frá eldstöðvunum og mengunar frá meginlandi Evrópu.

„Móðan sem kom í gær var að mestu leiti gosmóða, vegna þess að mökkurinn er búinn að vera undir svona pottloki, það hefur verið svo stöðugt andrúmsloftið, við höfum séð þetta á kvöldin að mökkurinn hefur farið upp í ákveðna hæð og svo ekki náð neitt lengra, við höfum séð þetta hér í borginni og á Suðurnesjum að það hefur verið hægt að fylgja beinni línu með augunum til norðurs í sunnanáttunum,“ segir Elín Björk.

Mikill stöðugleiki hefur verið í lofthjúpnum yfir landinu seinustu daga og verður því lítil blöndun. Hluti mistursins kemur frá iðnaði í Evrópu. 

„Fyrr í vikunni þá reiknaðist okkur til að það mistur sem kom úr austri yfir borgina, að það væri innflutt iðnaðarmengun í raun og veru frá Evrópu vegna þess að þann dag var austanátt og það var engin leið að gosmóðan væri að fara á móti vindi,“ segir Elín Björk. Viðtal við hana má heyra í spilaranum hér að ofan.

Fleiri hafa tjáð sig um mistrið, þar á meðal Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

GÁTAN UM MISTRIÐ AÐ LEYSAST 1. Á laugardag benti ég á að gráleitt mistur hafði verið áberandi víða um land undangengna...

Posted by Einar Sveinbjörnsson on Friday, 30 April 2021

Eldfjalla og Náttúruvárhópur Háskóla Íslands setti einnig færslu á Facebook síðu sína í dag. Hópurinn birti gervitunglamynd sem sýnir mistrið nokkuð greinilega.

Mistrið, sem fjallað hefur verið um undanfarið og tengist eldgosinu í Geldingadölum, sést vel á gervitunglamyndum í dag,...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, 30 April 2021