Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ungir umhverfissinnar leggja mat á stjórnmálaflokka

Mynd: BBA / BBA
Ungir umhverfissinnar kynna sér nú stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum og ætla að leggja mat á hana með sérstökum kvarða. Þrír háskólanemendur með bakgrunn í líffræði, stjórnmálafræði og sálfræði hafa tekið að sér að þróa kvarðann sem verður kynntur þegar hann er tilbúinn. Stefnt er að því að það verði 17. maí en einkunn stjórnmálaflokkanna verður birt 3. september. Kosningar verða 25. september.

Umhverfisþing var haldið á þriðjudaginn og þar var farið var vítt og breitt yfir loftslagsmál, hringrásarhagkerfið og náttúruvernd. 
  
Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra umhverfissinna og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, fv. formaður félagsins, eru gestir í Speglinum. Þorgerður var ein af þeim sem tók þátt í pallborðsumræðum á umhverfisþinginu. Þær segja að umhverfismálin séu þverfaglegt viðfangsefni sem nú sé í síló kerfi

„Þar sem við erum með hvert og eitt ráðuneyti og svo er Umhverfisráðuneytið það á að bera alla ábyrgð á loftslagsmálum en það virkar bara ekki þannig því þetta þarf að ná út í alla málaflokka. Þannig að nei, mér finnst stjórnvöld alls ekki verið að gera nóg, mér finnst klárlega aukið púður hafa verið sett inn í Umhverfisráðuneytið. Mér finnst samt markmiðin þaðan ekki verið nægjanlega stór og mér þykir ekki vera nægileg samstaða á milli ráðuneyta um að  framfylgja þessum áætlunum.“ 

Hlusta má á allt viðtalið við þær Tinnu og Þorgerði Maríu í spilaranum. 
 

 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV