Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tvö COVID-smit í Hrunamannahreppi

29.04.2021 - 14:22
Mynd með færslu
 Mynd: Halldóra Hjörleifsdóttir - RÚV
Tvö COVID-smit hafa greinst í Hrunamannahreppi og 24 eru í sóttkví. Fyrra smitið greindist í fyrradag og varð það til þess að fólk sem tengdist fjölskyldu eða vinnustað viðkomandi var sett í sóttkví og sent í skimun í gær. Eitt þeirra greindist með COVID-19 en aðrir fengu neikvæða niðurstöðu. Fleira fólk fór í skimun í dag og er niðurstöðu að vænta síðar í dag eða í kvöld.

Fjórða og fimmta bekk Flúðaskóla var haldið heima í gær og í dag vegna tengsla tveggja barna við smitaða einstaklinga. Starfsmenn sem tengjast bekkjunum voru einnig heima. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri segir að það hafi ekki verið að kröfu smitrakningarteymis heldur hafi sveitarfélagið ákveðið að gæta fyllstu varkárni. Nokkrir foreldrar hafi valið að halda börnum sínum heima og hafi val um það.