Tvö COVID-smit hafa greinst í Hrunamannahreppi og 24 eru í sóttkví. Fyrra smitið greindist í fyrradag og varð það til þess að fólk sem tengdist fjölskyldu eða vinnustað viðkomandi var sett í sóttkví og sent í skimun í gær. Eitt þeirra greindist með COVID-19 en aðrir fengu neikvæða niðurstöðu. Fleira fólk fór í skimun í dag og er niðurstöðu að vænta síðar í dag eða í kvöld.