Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þórólfur bólusettur - hlaut dynjandi lófaklapp

Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV
Tímamót urðu í kórónuveirufaraldrinum þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fékk fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca. Hann fær seinni sprautuna eftir þrjá mánuði. Þegar Þórólfur gekk inn í Laugardalshöll til að fá sér sæti ,eftir að hafa staðið í röð eins og aðrir, klöppuðu viðstaddir fyrir honum.

Þórólfur hefur afþakkað bólusetningu sem heilbrigðistarfsmaður en var núna boðaður vegna aldurs. „Mér líður bara vel,“ sagði Þórólfur við fréttastofu eftir að hann var sprautaður. 

Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca en borið hefur á því að einhverjir hafi afþakkað það bóluefni. Hann er ekki eini sóttvarnalæknirinn sem hefur verið bólusetur með því bóluefni en kollegi hans í Svíþjóð, Anders Tegnell, var einnig bólusettur með AstraZeneca.

Fram kemur á vef landlæknis að þeir sem séu boðaðir í bólusetningu með bóluefni AstraZenca eigi að vera eins öruggir og hægt er með bóluefnið 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV