Mynd úr safni Mynd: Christopher Lund - Hafnarstjórn Þorlákshöfn
Að minnsta kosti tveir grunnskólanemendur í Þorlákshöfn voru útsettir fyrir kórónuveirusmiti, eru komnir með einkenni og fara í sýnatöku á morgun. Nokkrir foreldrar hafa greinst með COVID-19.
Þetta kemur fram í pósti frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra Ölfuss sem Vísir greinir frá.
Grunnskólanum verður því lokað á morgun meðan kannað er hvort skima þurfi einhverja hópa í skólanum, í leikskólanum og á fleiri stöðum.
Í pósti Elliða segir að mat smitrakningarteymis almannavarna sé að ekki þurfi að loka leikskólanum. Fjórir starfsmenn útgerðar og fiskvinnslufyrirtækisins Ramma í Þorlákshöfn greindust með COVID-19 í gær.