Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skjalataska úr fórum ráðherra fannst hjá barnaníðingi

27.04.2021 - 06:32
epa08452070 Prime Minister Mette Frederiksen during a press conference in the Prime Minister's Office in Copenhagen, Denmark, 29 May 2020. The government advises against travelling to countries other than Germany, Norway and Iceland until August 31st.  EPA-EFE/Liselotte Sabroe  DENMARK OUT
 Mynd: EPA
Skjalataska sem hvarf úr fórum manns úr fylgdarliði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn hennar til Færeyja árið 2019 fannst við húsleit hjá manni sem nú hefur verið dæmdur fyrir barnaníð.

Kringvarpið færeyska greinir frá þessu og segir að maðurinn, 42 ára gamall rútubílstjóri, hafi verið dæmdur til þriggja ára fangavistar í síðasta mánuði.

Það er ekki fyrr en nú sem má fjalla um málið þar sem dómari bannaði það. Kringvarpið fékk þeim úrskurði hnekkt í Eystri Landsrétti. 

Mál mannsins vakti mikla athygli í Færeyjum en hann var einn af bílstjórum forsætisráðherrans í heimsókninni. Hann viðurkenndi að hafa tekið töskuna en sagðist ekki hafa vitað hverjum hún tilheyrði.

Danska forsætisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um málið. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV