Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekki skal príla á nýju hrauni þótt sakleysislegt sé

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík vill árétta fyrir fólki að ekki er óhætt að ganga á nýju eða nýlegu hrauni. Á Facebook síðu sveitarinnar kemur fram að fyrir komi að að fólk príli upp á nýjar hrauntungur til að að sækja sér grjót, stytta sér leið eða taka af sér mynd.

Nýju hrauntungurnar við gosstöðvarnar í Geldingadölum og niðri í Meradölum geta verið blekkjandi því oft virðast þær kaldar og storknaðar.

Svo er þó alls ekki en með hitamyndavél að vopni mældi björgunarsveitarfólkið allt að 200 gráðu hita nærri yfirborði hrauns sem í fljótu bragði virðist óhætt og auðvelt að klifra á.

Því hvetur björgunarsveitin Þorbjörn fólk til að láta algerlega eiga sig að þvælast upp á nýjar hrauntungur. Eins er áréttað fyrir gestum að ganga vel um gosstöðvarnar og sýna fólki og náttúru tillitssemi í hvívetna.