Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Aðgerðaleysi Brasilíuforseta til rannsóknar

epaselect epa08887785 Brazilian President Jair Bolsonaro poses for photos with the mascot Ze Gotinha, a traditional character in Brazil created to raise awareness about vaccines, during the launch of the National Vaccination Plan against covid-19, at the Planalto Palace in Brasilia, Brazil, 16 December 2020. The Brazilian Government presented the master lines of its future vaccination plan against covid-19, which plans to immunize 210 million inhabitants in about 16 months, but has not yet set a start date for the process. According to the Ministry of Health, to establish the day on which the first of the five planned vaccination phases will begin, one must wait for an antidote to be approved and registered by the National Health Surveillance Agency (Anvisa), which could occur for next February.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Öldungadeild brasilíska þingsins hóf í dag rannsókn á aðgerðaleysi Jairs Bolsonaros forseta vegna COVID-19 farsóttarinnar. Hún kann að verða honum fjötur um fót í baráttunni fyrir endurkjöri.

Faraldurinn hefur dregið hátt í 400 þúsund Brasilíumenn til dauða til þessa. Einungis Bandaríkin hafa farið verr út úr honum.

Jair Bolsonaro hefur gert lítið úr COVID-19 og ráðleggingum sérfræðinga á heilbrigðissviði, sagt veikindin ekkert alvarlegri en hverja aðra inflúensu, gert grín að hlífðargrímum, andmælt bólusetningum og hrósað virkni lyfja á borð við hydroxychloroquine, sem vísindamenn segja ekki gera neitt gagn í baráttunni við veiruna. 

Þingnefnd öldungadeildarinnar á að rannsaka hvort forsetinn og stjórnvöld í Brasilíu eða einstökum ríkjum landsins hafi sýnt af sér glæpsamlega vanrækslu í baráttunni við farsóttina eða gerst sek um spillingu. Sjónum verður einkum beint að skorti á súrefni í ríkinu Manaus fyrr á árinu þar sem fjöldi sjúklinga kafnaði. 

AFP fréttastofan hefur eftir brasilískum stjórnmálaskýranda að niðurstaða rannsóknarinnar kunni að valda Bolsonaro forseta umtalsverðum erfiðleikum, ekki síst þegar hann sækist eftir endurkjöri á næsta ári. Annar stjórnmálaskýrandi sagði í viðtali við BBC að hugsanlega yrði hann ákærður til embættismissis vegna glæpsamlegrar vanrækslu.