Sofia og Birkir Íslandsmeistarar

Mynd með færslu
 Mynd: Tennissamband Íslands

Sofia og Birkir Íslandsmeistarar

26.04.2021 - 14:22
Íslandsmótinu í tennis innanhúss lauk um helgina í Tennishöllinni í Kópavogi. 108 keppendur voru skráðir til leiks í öllum flokkum en þetta var fyrsta mótið eftir sex mánaða bið.

Keppendur voru á aldrinum 5-60 ára og kepptu í 22 mismunandi flokkum. Fjölmennasti flokkurinn var Mini Tennis, sem er fyrir krakka undir 10 ára aldri og voru keppendur í þeim flokki 23 talsins.

Mest eftirvænting var fyrir keppni í meistaraflokkum. Í meistaraflokki kvenna sigraði Sofia Sóley Jónasdóttir, en hún er líka Íslandsmeistari utanhúss. Sama var uppi á teningnum karlamegin; Íslandsmeistarinn utanhúss, Birkir Gunnarsson, sigraði innanhúss. Hann lét ekki þann eina titil nægja heldur sigrað líka í tvíliðaleik karla ásamt Hjalta Pálssyni.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Eygló Dís Ármansdóttir og Eva Diljá Arnþórsdóttir og í tvenndarleik sigruðu Ingunn Erla Eiríksdóttir og Birgir Haraldsson.

Öll nánar úrslit og myndir af sigurvegurum má finna á heimasíðu Tennissambands Íslands hér.

Tengdar fréttir

Tennis

Sofia Sóley og Birkir Íslandsmeistarar í tennis