Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Kasakar framleiða eigið bóluefni gegn COVID-19

26.04.2021 - 07:13
epa07452399 (FILE) - A general view of the Bayterek Tower in the Kazakh capital of Astana, Kazakhstan, 23 January 2017 (reissued 21 March 2019). Kazakhstan's parliament on 20 March 2019 voted to rename the country's capital to 'Nursultan' to honour the long-time president Nursultan Nazarbayev. Nazarbayev resigned on 19 March 2019 from his post after 29 years in office.  EPA-EFE/IGOR KOVALENKO
Bayterek-turninn í Nursultan, höfuðborg Kasakstans, en borgin, sem áður hét Astana, fékk nýtt nafn í síðasta mánuði. Mynd: EPA-EFE - EPA
Heilbrigðisráðherra Kasakstan, Alexei Tsoi, fékk í morgun fyrstu sprautu bóluefnisins QazVac sem framleitt er í landinu. Nauðsynlegt er að gefa efnið tvisvar en það gengur einnig undir heitinu QazCovid-in og er á þriðja stigi prófana.

Khabar, ríkisfjölmiðill Kasakstans, greinir frá því að þegar hafi 50 þúsund skömmtum verið dreift víðsvegar um landið.

Ráðherrann sagði að honum liði vel eftir sprautuna og að samningaviðræður við Tyrki stæðu yfir varðandi framleiðslu á efninu. Forseti Kasakstan, Kassym-Jomart Tokayev, fagnaði þeim árangri að ríkið gæti framleitt bóluefni til notkunar heimafyrir.

Rússneska bóluefnið Sputnik V er framleitt í Kasakstan og nú þegar hefur einn af hverjum tuttugu verið bólusettur með því að sögn Tsoi heilbrigðisráðherra. Alls hafa um 310 þúsund smitast af COVID-19 í Kasakstan og ríflega 3.500 látist af völdum sjúkdómsins.