Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Húsavík sló rækilega í gegn á Óskarnum

Mynd: A.M.P.A.S. 2021 / A.M.P.A.S. 2021

Húsavík sló rækilega í gegn á Óskarnum

26.04.2021 - 00:42

Höfundar

Óhætt er að segja að flutningur sænsku söngkonunnar Molly Sandén og stúlknakórs úr fimmta bekk Borgarhólsskóla á Húsavík á laginu sem kennt er við bæinn hafi hlotið góð viðbrögð á samfélagsmiðum víða um heim.

Myndbandið var flutt fyrr í kvöld í þættinum Oscars: Into the Spotlight. Hulda Geirsdóttir sem lýsir Óskarsverðlaunahátínni í beinni útsendingu á RÚV sagðist hafa kökk í hálsinum og gæsahúð eftir að flutningi lagsins lauk.

Myndbandið var tekið upp á Húsavík fyrir skemmstu en lagið, sem er úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, er tilnefnt til verðlaunanna í flokki frumsamdra sönglaga.

Höfundar lagsins eru þeir Savan Kotcha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson en Atli Örvarsson samdi þá tónlist í myndinni sem ekki er sungin.

Lagið hefur óneitanlega beint sjónum heimbyggðarinnar að Húsavík og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gat ekki hamið ánægju sína með flutninginn á Facebook í kvöld.

„Sama hvernig fer er þetta stórkostleg herferð! En ég er algerlega klár á því að Óskar verður ekki lengur eini Óskarinn á Húsavík eftir nóttina.“

Viðbúið er að veruleg landkynning fylgi tilnefningunni og flutningi Molly Sandén og stúlknakórsins húsvíska enda fylgjast milljónir með verðlaunahátíðinni.

Fyrir þau sem misstu af flutningnum fyrr í kvöld, eða vilja horfa aftur og aftur, má sjá myndbandið hér en það er birt með góðfúslegu leyfi  A.M.P.A.S. 2021.

Tengdar fréttir

epa09159292 A view of the red carpet before the start of the Oscars at Union Station in Los Angeles, California, USA, 25 April 2021. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. The Oscars happen two months later than originally planned, due to the impact of the coronavirus COVID-19 pandemic on cinema.  EPA-EFE/Chris Pizzello / POOL
Menningarefni

Hver hlýtur Óskarsverðlaunin í nótt?

Innlent

Upptökur á Húsavík í dag: „Þetta er bara lagið okkar“

Tónlist

Húsavík fær tilnefningu til Óskarsverðlauna

Menningarefni

Fengu styrk og blái kjóllinn fer til Húsavíkur