Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Danska kvikmyndin Druk besta erlenda myndin

epa09159827 Thomas Vinterberg (L) and Helene Reingaard Neumann arrive for the 93rd annual Academy Awards ceremony at Union Station in Los Angeles, California, USA, 25 April 2021. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. The Oscars happen two months later than originally planned, due to the impact of the coronavirus COVID-19 pandemic on cinema.  EPA-EFE/Chris Pizzello / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Danska kvikmyndin Druk besta erlenda myndin

26.04.2021 - 01:46

Höfundar

Danska kvikmyndin Druk hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin fyrr í kvöld. Hún er fjórða danska myndin sem hlýtur verðlaunin en Gestaboð Babette var hlutskörpust 1988, Pelle Sigurvegari ári síðar og Hævnen 2011.

Höfundur myndarinnar Thomas Vinterberg flutti hjartnæma þakkarræðu þar sem hann minntist Idu dóttur sinnar sem lést í bílslysi fjórum dögum eftir að tökur á myndinni hófust í maí 2019. Vinterberg sagði í ræðu sinni að myndin væri tileinkuð minningu hennar. 

Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um sögukennarann Martin og fjóra vini hans sem glíma við alvarlega miðaldrakrísu. 

Til að bregðast við ákveða þeir að að sannreyna kenninguna um að þeim muni ganga betur í lífinu ef þeir eru alltaf með örlítið áfengismagn í blóðinu.

Daninn Mikkel E.G. Nielsen hlaut verðlaun fyrir klippingu kvikmyndarinnar Sound of Metal. 

Tengdar fréttir

epa09159292 A view of the red carpet before the start of the Oscars at Union Station in Los Angeles, California, USA, 25 April 2021. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. The Oscars happen two months later than originally planned, due to the impact of the coronavirus COVID-19 pandemic on cinema.  EPA-EFE/Chris Pizzello / POOL
Menningarefni

Hver hlýtur Óskarsverðlaunin í nótt?

Kvikmyndir

Mank með flestar tilnefningar - Nomadland spáð sigri

Kvikmyndir

Óskarsverðlaunin verða í beinni útsendingu