Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bann við óþarfa ferðum frá hááhættusvæðum tekur gildi

26.04.2021 - 23:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Á miðnætti í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 27. apríl, tók gildi reglugerð sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá tilgreindum áhættusvæðum. Reglugerðin gildir út maí.

Á meðan bannið er í gildi er útlendingum sem koma frá, eða hafa dvalið í meira en sólarhring 2 vikur fyrir ferðalag á svæði þar sem nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100 þúsund íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir óheimilt að koma til landsins.  Bannið á við alla útlendinga jafnt EES og EFTA borgara sem og alla þriðja ríkisborgara. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins

Bannið  á ekki við um útlendinga sem hafa fasta búsetu hér á landi, þ. á m. þeir sem hafa hér dvalarleyfi eða annars konar dvalar- eða búseturétt, aðstandendur íslenskra ríkisborgara og útlendinga sem búsettir eru hér á landi, útlendinga sem eru í nánu parasambandi, sem staðið hefur um lengri tíma, með íslenskum ríkisborgara eða útlendingi sem er löglega búsettur hér á landi, útlendinga sem geta framvísað vottorði um bólusetningu eða vottorði um að þeir hafi fengið COVID-19 sýkingu.

Bannið á ekki heldur við um útlendinga sem koma til landsins vegna brýnna erindagjörða, eins og:

  • farþegar í tengiflugi,
  • starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu,
  • starfsfólk flutninga,
  • umsækjendur um alþjóðlega vernd,
  • einstaklingar sem þurfa að ferðast vegna brýnna aðstæðna í fjölskyldu sinni,
  • einstaklinga og sendinefndir sem koma til landsins á vegum íslenskra stjórnvalda,
  • starfsmenn sendiskrifstofa og aðra fulltrúar erlendra ríkja,
  • starfsmenn alþjóðastofnana og einstaklinga í boði þeirra sem þurfa að koma til landsins vegna starfsemi þessara stofnana,
  • fulltrúa herliðs,
  • og starfsmenn sem sinna mannúðaraðstoð og almannavörnum og fjölskyldur framangreindra aðila.

Þá nær bannið ekki til námsmanna eða fólks sem þarf nauðsynlega að ferðast vegna viðskipta eða starfa sem ekki geta beðið eða átt sér stað erlendis.