Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tveir létust úr gaseitrun við eldgos á Réunion

25.04.2021 - 11:14
Erlent · Afríka · eldgos · Náttúra · Réunion
REU02 - 20010611 - PITON DE LA FOURNAISE, LA REUNION, FRANCE : Photo shows the volcanic eruption 11 June 2001 at Piton de la Fournaise, on the French island of Reunion. Authorities said the new eruption from two fissures on the south side of the volcano was not menacing any urban areas.EPA PHOTO IMAZ PRESS/GERARD RENAULT/eba/cg-ms
 Mynd: EPA
Tveir ungir ferðalangar sem fundust látnir við gosstöðvar á Réunion eyju í Indlandshafi fyrir helgi létust af völdum gaseitrunar að sögn lögreglu á eyjunni.

 Gosið á Brunatindi, Piton de la Fournaise, hófst níunda apríl og svipar um margt til gossins á Reykjanesi. Fjölmargir íbúar Réuinioneyju hafa gert sér ferð að gosstöðvunum, um eins og hálfs tíma gang, til að sjá sjónarspilið, stórfenglegt en hættulítið hraungos, með eigin augum. Lögregla á eyjunni hefur þó lokað svæði næst gosinu og bannað íbúunum að hafast þar við í tjöldum enda er útgöngubann eftir klukkan 18 á eyjunni vegna Covid faraldursins.

Náttúrufræðistúdentanna var saknað í tvo daga

Þeirra, sem létust, tveggja náttúrufræðistúdenta við háskólann á Réunion, hafði verið saknað í tvo daga er þeir fundust látnir á lokuðu svæði nærri gígaröðinni. Í upphafi hafði verið talið að þeir hefðu hugsanlega orðið eldingu að bráð. Það er önnur hætta sem er algeng við eldstöðvar, en krufning leiddi í ljós að hiti og brennisteinsdíóxíð leiddi þá til dauða. Þótt Piton de la Fournaise sé meðal virkustu eldstöðva á jörðinni eru slys þar af þessu tagi mjög fátíð.