Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Indónesíski kafbáturinn er á 850 metra dýpi

25.04.2021 - 14:10
Erlent · Asía · Indónesía · Kafbátur · Leit
epa09152692 An aerial photo taken from a maritime patrol aircraft of 800 Air Squadron of the 2nd Air Wing of Naval Aviation Center (PUSPENERBAL), shows Indonesian Navy submarine KRI Alugoro sailing on a search mission for KRI Nanggala, a Navy submarine that went missing during a naval exercise, in the waters off Bali Island, Indonesia, 22 April 2021. The German-made submarine was reported missing on 21 April 2021 near the island of Bali with 53 people on board while preparing to conduct a torpedo drill, the the Indonesian National Armed Forces said.  EPA-EFE/ERIC IRENG
 Mynd: EPA
Indónesíski kafbáturinn sem sökk undan ströndum Balí er fundinn á um átta hundruð og fimmtíu metra dýpi. Tilraunir til að ná kafbátnum upp af svo miklu dýpi gætu reynst hættulegar.

Bátsins hefur verið saknað síðan á miðvikudag. Í gær fannst brak úr honum en nú er ljóst að hann er á sjávarbotni á 850 metra dýpi, brotinn í þrjá hluta. Báturinn var ekki hannaður til að komast svo djúpt. Yfirvöld hafa staðfest að allir sem voru um borð, 53 talsins, séu taldir af. 

Joko Widodo, forseti Indónesíu, hélt ávarp vegna slyssins í morgun. Þar sagði hann að mikil sorg ríki vegna sjóslyssins, ekki aðeins hjá fjölskyldum þeirra sem fórust, heldur meðal allra landsmanna í Indónesíu.

Yfirvöld hafa lýst því yfir að tilraunir til að sækja kafbátinn og þá látnu gætu orðið hættulegar og erfiðar á svo miklu dýpi. Þá hafa yfirvöld á Indónesíu gefið út að orsök slyssins geti verið sú að kafbáturinn hafi orðið vélarvana og því hafi ekki verið hægt að sigla ofar. Slíkt er þó ekki staðfest. 

epa09158216 Military officer shows a video recorded from ROV of the sunk Indonesian Navy submarine KRI Nanggala during a press conference at a command in Ngurah Rai Airport in Bali, Indonesia, 25 April 2021. Indonesian military confirmed that the German-made submarine that was reported missing on 21 April 2021 near the island of Bali has sunk with 53 people on board.  EPA-EFE/MADE NAGI
Myndir af braki úr kafbátnum.  Mynd: EPA-EFE - EPA