Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Handtökur i COVID mótmælum í Lundúnum

epaselect epa08654106 Staff poses with a branded face-mask for the British Band 'The Rolling Stones' during a media-call for the 'RS No. 9 Carnaby' store in London, Britain, 08 September 2020. 'RS No. 9 Carnaby' is the world's first flagship store selling merchandise relating to 'The Rolling Stones' rock band. The store opens on 09 September in the historic shopping area of Carnaby Street in London.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fimm voru handtekin í dag og og átta lögreglumenn slösuðust í fjölmennum mótmælum í Lundúnum gegn þeim sóttvarnartakmörkunum sem enn eru í gildi á Englandi.

Enn er skylt að nota grímur og mögulega stendur til að tekin verði upp eins konar bólusetningarvegabréf. Tekið var til við að slaka á sóttvarnareglum í mars en bólusetning hefur gengið vel á Bretlandseyjum.

Frekari tilslakana er að vænta í maí og stefnt er að nær öllum hömlum verði lyft í júní. Bretlandseyjar hafa mátt þola þung áföll af völdum faraldursins en um 127 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 þar.

Mótmælendur söfnuðust saman um miðjan dag og gengu eftir verslunargötum á borð við Oxford stræti. Margir mótmælendur héldu uppi kröfuspjöldum þar sem COVID var sagt plat og að bóluefni væru ógn við heilsu fólks. 

Hundruð söfnuðust loks saman í Hyde Park þar sem nokkrar óspektir brutust út með fyrrgreindum afleiðingum.