Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja

epa08964976 A still image obtained from a live video feed by the World Economic Forum (WEF) shows Secretary-General of the United Nations Antonio Guterres as he delivers Special Address during a virtual meeting of the World Economic Forum, 25 January 2021. The World Economic Forum (WEF) was scheduled to take place in Davos. Due to the Coronavirus outbreak, it will be held online in a digital format from January, 25-29.  EPA-EFE/PASCAL BITZ / WEF HANDOUT MANDATORY CREDIT / HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - WORLD ECONOMIC FORUM
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Samningaviðræður þess efnis runnu út í sandinn fyrir fjórum árum en Nikos Christodoulides utanríkisráðherra lýðveldisins á suðurhlutanum segir stefnt að því að Kýpur verði eitt ríki, samansett úr tveimur sambandsríkjum með nokkrar sjálfstjórnarheimildir.

Tahsin Ertugruloglu, utanríkisráðherra tyrkneska lýðveldisins á norðurhluta Kýpur segir það af og frá. Stefna Kýpurtyrkja sé ein eyja, tvö ríki. Ríki þeirra varð til árið 1983 og nýtur eingöngu viðurkenningar Tyrklands en öll önnur ríki auk Sameinuðu þjóðanna viðurkenna lýðveldi Grikkja.

Kýpur hefur verið skipt í tvennt frá árinu  1974 þegar Tyrkir hernámu norðurhlutann eftir valdarán kýpverska þjóðvarðliðsins sem hafði innlimun Kýpur í Grikkland að markmiði.

Kýpverskur almenningur, grískur jafnt sem tyrkneskur, krefst sameiningar og friðar á eyjunni. Fulltrúum Tyrkja, Breta og Grikkja hefur verið boðið til viðrænanna en óvíst er hvort fulltrúar Evrópusambandsins verði viðstaddir.

Kýpurgrikkir hafa sótt fast efitr nærveru sambandsins en Tyrklandsstjórn er því andvíg. Ein helst ástæða þess að ekki náðist samkomulag í júlí 2017 var ágreiningur um brotthvarf fjölmennra tyrkneskra hersveita frá Kýpur.