Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Forsætisráðherra Armeníu segir af sér

25.04.2021 - 09:16
epa09035925 A handout photo made available by the press office of Armenian government shows Armenian Prime Minister Nikol Pashinyan (C) addressing his supporters during a rally in Yerevan, Armenia, 25 February 2021. Pashinyan called on his followers to rally in central Yerevan to support him after he denounced a military coup against him following the army's demanding of his resignation. Pashinyan faced protests with calls to resign after the handling of a six-week conflict between Azerbaijan and Armenian forces over the region of Nagorno-Karabakh in 2020.  EPA-EFE/ARMENIAN GOVERNMENT PRESS OFFICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Fréttastofa armensku stjórnari
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur sagt af sér og staðfest að þingkosningar fari fram í landinu 20. júní. Með því vonast hann til að leysa stjórnarkreppu sem ríkt hefur frá því að stríði Armena við Asera um héraðið Nagorno Karabakh lauk í nóvember.

Um 3.600 Armenar létu lífið í stríðinu sem lauk með því að Pashinyan féllst á samkomulag sem fól meðal annars í sér að Armenar þurftu að láta ef hendi nokkurn hluta héraðsins sem barist hafði verið um. Síðan þá hefur reglulega verið efnt til mótmælafunda í landinu gegn Pashinyan og stjórn hans en hann sakaði herráð landsins um tilraun til valdaráns í byrjun árs.

Pashinyan, sem varð forsætisráðherra árið 2018 eftir mikil mótmæli sem hann stýrði gegn spillingu í stjórnkerfinu, sækist eftir endurkjöri. Hann hefur sagst hafa gert ýmis mistök í átökunum við Asera en að það sé landsmanna að ákveða hver eigi að vera við stjórnvölinn.