Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Bandaríkjastjórn heitir Indverjum aðstoð vegna COVID-19

25.04.2021 - 07:03
epa09156635 A female health worker prepares a vaccine dose, as other fetches details of a person before vaccination during a COVID-19 Vaccination drive in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 24 April 2021. India recorded a massive surge of 332,730 fresh Covid-19 cases and 2,263 deaths, the highest single-day spike in COVID-19 infections.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkjastjórn heitir Indverjum aðstoð við að bregðast við þeim gríðarlega vanda sem skapast hefur í landinu vegna útbreiðslu COVID-19.

Reuters hefur eftir talskonu Hvíta hússins að þegar verði tekið til við að undirbúa aðstoðina.

Þó liggur ekki fyrir með hvaða hætti hún verður en breska ríkísútvarpið hefur eftir Antony Blinken utanríkisráðherra að ríkisstjórnir landanna hefðu með sér náið samráð um hvar stuðnings væri helst þörf og afhendingu lífsnauðsynlegra birgða.

Mikill, viðvarandi og lífshættulegur skortur er á sjúkrarúmum, lyfjum og súrefni á Indlandi en dögum saman hefur smitum fjölgað gríðarlega. Súrefnisskortur sjúkrahúsanna hefur leitt sjúklinga til dauða. Ástandið er sýnu verst í höfuðborginni Delhí. 

Indverska ríkisstjórnin sá til þess að súrefni var flutt með hraði á þau sjúkrahús þar sem skorturinn er mestur. Í gær greindust 350 þúsund ný tilfelli í landinu og yfir tvö til þrjú þúsund hafa látist á hverjum degi undanfarið.