Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Indónesíski kafbáturinn sokkinn

24.04.2021 - 11:27
Erlent · Asía · Indónesía · Kafbátur · Leit · Sjóslys
epa09152692 An aerial photo taken from a maritime patrol aircraft of 800 Air Squadron of the 2nd Air Wing of Naval Aviation Center (PUSPENERBAL), shows Indonesian Navy submarine KRI Alugoro sailing on a search mission for KRI Nanggala, a Navy submarine that went missing during a naval exercise, in the waters off Bali Island, Indonesia, 22 April 2021. The German-made submarine was reported missing on 21 April 2021 near the island of Bali with 53 people on board while preparing to conduct a torpedo drill, the the Indonesian National Armed Forces said.  EPA-EFE/ERIC IRENG
 Mynd: EPA
Kafbáturinn sem saknað hefur verið undan ströndum Balí er sokkinn, að því er sjóher Indónesíu tilkynnti í morgun. Útilokað er talið hægt verði að bjarga einhverjum þeirra fimmtíu og þriggja skipverja sem voru um borð.

Leitað hefur verið í kapp við tímann að kafbátnum síðustu þrjá daga. Í nótt fannst brak úr honum, þar á meðal brak sem talið er vera innan úr kafbátnum. Vonir um að finna áhöfnina á lífi eru því að engu orðnar.

Talið er að súrefnisbirgðir hafi klárast en þær áttu að geta dugað í þrjá daga eftir að báturinn varð vélarvana. Kafbáturinn er einn fimm slíkra í eigu indónesíska sjóhersins. Áhöfnin var við æfingar undan ströndum Balí þegar sambandið rofnaði á miðvikudag.

Olía fannst á þeim slóðum þar sem hann hvarf og þótti það ekki vita á gott. Einnig voru uppi getgátur um að kafbáturinn hafi farið á meira en sjö hundruð metra dýpi, en hann var ekki byggður til að þola svo mikla dýpt. Indónesísk yfirvöld ekki gefið neitt út um það hverja þau telja orsök slyssins.