Sungið um föðurland og líf en herinn ræður

22.04.2021 - 08:00
Mynd: Kate Perez / Creative Commons
„Stjórnvöld segja: „Þetta er náttúrulega bara fjármagnað af bandarískum heimsvaldasinnunum og bla bla bla....“ Þann söng hefur maður heyrt í 60 ár," segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. Hann er ekki að skammast yfir íslenskum stjórnvöldum, heldur þeim kúbversku og það sem hann vísar til eru verk lista- og menntamanna í hópi sem kallast San Isidro eftir samnefndri götu í Havana. Listamennirnir koma fram í trássi við lög um sem kveða á um að þeir þurfi til þess leyfi stjórnvalda.

„Þetta er hins vegar fólk sem er á Kúbu og fer fram á þá ósvinnu að geta sagt hug sinn og geta þá málað þær myndir sem það langar til. Sem er náttúrulega að sumu leyti dálítið róttækt því þú ert alltaf með yfir þér yfirvöldin, löggan vaktar hús þeirra og þeim er stungið inn af og til en þeir eru ekki búnir að fá 30 ára dóma ennþá,“ segir Tómas, sem hefur farið reglulega til Kúbu undanfarin 20 ár og fylgist vel með því sem þar gerist. 

Félagarnir hafa verið handteknir, en vegna þess að nú hefur fólk farsíma og samfélagsmiðla, hafa uppákomurnar vakið athygli bæði á Kúbu og utan landsteinanna.

Nýveriði tóku nokkrir tónlistarmenn sig saman og gáfu út lagið Patria y Vida - Föðurland og líf, sem vakið hefur talsverða athygli.  

Heiti lagsins er augljós vísun í slagorð byltingarinnar Patria o Muerte - Föðurland eða dauði, bendir Tómas á. 

„Þetta er ekki hefðbundin útlaga áróður af íhaldssömu tagi eins og maður les stundum frá Miami, heldur óður til lífsins svo að ég gerist hátíðlegur. Þetta tekur á þvílíkt flug á Kúbu og þarna er eitthvað komið sem þeir ráða ekki yfir, það er það sem gerist með þessum samskiptamiðlum. Þarna er kominn fjölmiðill sem þeir ráða ekki yfir. Þetta hefur aldrei fyrr átt sér stað.“

Tími Castroanna liðinn

Það hafa orðið tímamót á Kúbu. 60 ára valdatíð Castro bræðranna er formlega lokið. Raul Castro lét af embætti forseta árið 2018 og nú hefur hann vikið sem aðalritari Kommúnistaflokksins. Raul tók við af Fidel eldri bróður sínum þegar hann veiktist árið 2006 en titlana fékk hann ekki alveg strax. Engu að síður er það Raul sem hefur haldið um stjórnartaumana á Kúbu undanfarin 15 ár.

Tómas hefur séð ýmsar breytingar í heimsóknum sínum til Kúbu. Hann segir að það sem mestu skipti fyrir hinn almenna borgara var að það var aðeins opnað fyrir einkaframtakið. 

„Það náttúrulega var ekki talið rétt að kalla þetta einkarekstur. Þetta kallast „að vinna fyrir eigin reikning“. Það er stærsta breytingin sem hefur orðið á þessum 15 árum. Ég held að árið 2011 hafi 157 þúsund manns verið skráðir á eigin reikning en í dag eru þeir 600 þúsund. Og þetta hefur breytt umtalsvert mannlífi og möguleikum. Þessi 600 þúsund eru reyndar í dag út af kóvinu enn verr stödd heldur en margur annar á Kúbu af því að þau þurfa að reiða sig á sig sjálf,“ segir Tómas.

Bóksalar í Havana á Kúbu.
 Mynd: Kate Perez - Creative commons
Hér hafa bóksalar í Havana stillt fram efni sem höfðar til ferðamanna.

Þar sem ferðamennska fór mjög í vöxt á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar spruttu upp örlitlir veitingastaðir og íbúar gátu leigt út húsnæði fyrir ferðamenn með því „að vinna fyrir eigin reikning“.

„Þetta gaf þessum einstaklingum, sem síðan máttu ráða tvo, þrjá aðila til að vinna fyrir sig, einfaldlega færi á að beita sér meira. Hin lamandi hönd ríkisrekstrarins var náttúrulega átakanlega áberandi mjög víða. Þegar ég var þarna í nokkra mánuði fyrir tveimur árum sá maður fannst mér víða í litlum búðum jafnvel og á ýmsa vegu að fólk einfaldlega gat beitt sér meira. Það verður einfaldlega að játast hvort sem manni þykir það gott eða ekki, að það „vinna fyrir eigin reikning“  skilaði miklu betri hlutum,“ segir Tómas.

epa09141811 Customers buy products in a cafeteria in Havana, Cuba, 17 April 2021. The VIII Cuban Communist Party Congress is taking place in Havana between 16 and 19 April 2021.  EPA-EFE/Yander Zamora
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Vegfarendur grípa sér eitthvað fljótlegt í matarbás í Havana á laugardaginn var.

Hann bendir á að herinn hafi mikil ítök í hagkerfinu. Raul var æðsti yfirmaður hersins áratugum saman og herinn hefur stýrt ýmsum fyrirtækjum í ríkiseigu, til að mynda hótelum og öðrum rekstri í ferðaþjónustu þaðan sem stór hluti þjóðarteknanna koma. Þessu stýrir fyrrverandi tengdasonur Raul Castros, sem nýtur enn trausts gamla mannsins, þrátt fyrir skilnað við dótturina. Tengdasonurinn fyrrverandi hefur því umtalsverð völd.

Gamalt vín á nýjum belg

Hinn nýi leiðtoga Kúbu er Miguel Díaz-Canel. Hann tók við forsetaembættinu 2018 en nú er hann orðinn aðalritari Kommúnistaflokksins. Hann er rafmagnsverkfræðingur, fæddur eftir byltinguna, hefur klifið metorðastigann innan flokksins og er ekki herforingi. 

„Þetta þýðir þó ekki að hann sé í neinn grunn öðruvísi,“ segir Tómas um hinn nýja leiðtoga. „Hann er valin í þetta starf og alinn upp í þessu starfi til að taka við. Hann er hægri hönd Rauls og hann hefur í sjálfu sér enga möguleika á að hnika neinu til einn og sér.“ 

epa09145813 (FILE) - Cuban President Miguel Diaz-Canel Bermudez (L) and former President Raul Castro participate during the parade to commemorate Labor Day in Havana, Cuba, on 01 May 2019 (reissued 19 April 2021).  Miguel Diaz-Canel Bermudez was elected First Secretary at Cuba's communist party congress on 19 April 2021, succeeding Raul Castro who was stepping down as the leader of the party.  EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Miguel Díaz-Canel ásamt lærimeistara sínum Raul Castro á 1. maí hátíðarhöldum árið 2019.

Stjórnvöld á Kúbu treystu löngum á fjárhagsaðstoð frá öðrum til að halda ríkinu á floti. Sovétríkjunum sálugu sérstaklega en eftir að þau liðu undir lok tók við 10 ára tímabil mikilla efnahagsþrenginga. Svo kom Hugo Chávez forseti Venesúela til bjargar með ódýra olíu, í skiptum fyrir vel menntað heilbrigðisstarfsfólk og kennara. En nú er Venesúela líka illa statt og sendir miklu minna af olíu til Kúbu. Og vegna COVID-19 vantar ferðamenn. Biðraðir eftir mat og öðrum nauðþyrftum lengjast. Það er vöruskortur. Staðan er slæm.

epa09141843 People queue to shop in a market in Havana, Cuba, on 17 April 2021. The VIII Cuban Communist Party Congress is taking place in Havana between 16 and 19 April 2021.  EPA-EFE/Yander Zamora
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Biðröð til að komast inn á markaðinn. Svo er að vona að eitthvað sé til.

„Hún er skelfileg,“ segir Tómas og endurtekur til áhersluauka. „Hún er skelfileg. Menn bera þetta saman við verstu árin eftir fall Sovétríkjanna. Sérstaka tímabilið eins og það var kallað árin 1992, 1993 þegar þjóðarframleiðsla dróst saman um 35-40%. Og heimilsdýr voru í hættu.“

Hann nefnir að opinberar tölur gefi til kynna að samdráttur í fyrra hafi verið um 11%. „En það er opinbera talan, það gæti hafa verið töluvert meira.

epa09146035 A health worker speaks with several people, in Havana, Cuba, 19 April 2021. Cuba reported on 19 April 1,060 new positive patients of covid-19 and six people died in the last 24 hours for a cumulative of 94,571 diagnosis and 531 deaths since the pandemic was declared on the island a year ago, according to the daily report of the Ministry of Public Health (Minsap).  EPA-EFE/Yander Zamora
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Það gekk vel að halda COVID-19 í skefjum á Kúbu framan af. En nú er faraldurinn farinn á flug. 19. apríl voru ríflega 1000 ný COVID-19 tilfelli á eyjunni. Þar búa 11 milljónir.

Nú keppast vísindamenn á Kúbu við að þróa bóluefni gegn COVID-19 til nota fyrir íbúana, mögulega vinveittar þjóðir og jafnvel fyrir ferðamenn sem koma til landsins. Á sama tíma geta íbúar landsins ekki keypt venjuleg verkjalyf eða aðrar nauðsynjar, eins og brottflutti hagfræðingurinn Pavel Vidal greindi bandarísku útvarpsstöðinni NPR nýverið frá. 

 

 

Nú eru kynslóðaskipti, byltingarmennirnir einn af öðrum að hverfa á braut úr flokknum. En þótt Raul sé hættur er hann á lífi og hann hefur áhrif. Tómas telur ólíklegt að nokkuð stórvægilegt breytist í náinni framtíð af hendi flokksins. Það sé þó verið að reyna að búa til einhverskonar ríkisstýrðan markaðsbúskap þar sem kommúnistaflokkurinn hefur tögl og haldir.

epa07213052 People surf the internet with their cell phones, in Havana, Cuba, 06 December 2018. Cuba, one of the most disconnected countries in the world, took a new step towards the opening of the Internet with the activation of mobile data service with 3G technology, much awaited by Cubans despite the high prices compared to the meager state salaries.  EPA-EFE/ERNESTO MASTRASCUSA
Kíkt á netið á heitum reit í Havana. Mynd: EPA-EFE - EFE
3G var tekið í notkun á Kúbu í desember 2018. Það er dýrt fyrir íbúa að fara á netið og þjónustan þykir slök, en fólk hefur aðgang að miðlum sem ríkið getur ekki stýrt.

„Þeir eru í pússuðum stígvélum“

Nú er nýr maður í brúnni, ekki af byltingarkynslóðinni, ekki herforingi, þjóðin líður skort en hefur aðgang að miðlum sem ríkið getur ekki stýrt.

Gæti verið að þjóðin öðlist kjark til að rísa upp gegn stjórnvöldum? 

„Það er sterkur her, það er sterk lögregla. Það fólk hefur betri skömmtunarkort og betra aðgengi að mat og veraldlegum hlutum en almenningur, sem þýðir að þeir eru tilbúnir að verja sína stöðu. Og þeir eru í pússuðum stígvélum, sem segir líka sitt,“ segir Tómas R. Einarsson.   

„Það væri sjálfsmorð að ætla sér að fara að þyrpast út á götur og segja: „Niður með Díaz-Canel“. Herinn ræður. Það er ekkert flóknara en það.“