Þrengir að tegundum með hlýnandi loftslagi

Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands / Náttúrufræðistofnun Íslands
Þorkell Lindberg Þórarinsson, nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að auka þurfa vöktun og kortlagningu á náttúru Íslands. Það verði eitt meginverkefni stofnunarinnar hér eftir sem hingað til. Þorkell Lindberg tók við sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar um síðustu áramót.  Jón Gunnar Ottósson lét þá af störfum, en hann var forstjóri stofnunarinnar í 27 ár.

Blikur á lofti í náttúrufari

Spegillinn settist niður með Þorkeli í höfuðstöðvum  Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og ræddi við hann um verkefni stofnunarinnar og framtíðarsýn hans.

„Það eru blikur í lofti í náttúrufari á landinu með hlýnandi loftslagi" segir Þorkell. „Það þrengir að tegundum og búsvæðum þeirra. Við þurfum að leggja út net verndarsvæða og vöktun og fylgja því eftir með umfangsmiklum vöktunarverkefnum. Ég tel að það þurfi að leggja áherslu á þetta á næstu árum og áratugum í meira mæli. Jafnvel þurfum við að efla samstarf stofnana í þessu samhengi, t.d. við Veðurstofuna þannig að unnið verði að lífrænum og ólífrænum þáttum í sameiningu".

Viðtalið við Þorkel má heyra í spilaranum hér að ofan. 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV