Jóna Guðlaug sænskur meistari

Mynd með færslu
 Mynd: Blaksamband Íslands

Jóna Guðlaug sænskur meistari

21.04.2021 - 21:50
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir varð í kvöld sænskur meistari í blaki. Lið hennar, Hylte/Halmstad, hafði betur gegn liði Engelholm í úrslitaleik 3-2.

 

Jóna Guðlaug átti góðan leik í kvöld og kórónar þessi meistaratitill frábært tímabil hjá Jónu. Lið hennar náði þrennunni í fyrsta skipti, varð deildarmeistari, bikarmeistari og sænskur meistari, og þá var Jóna sömuleiðis valin í úrvalslið ársins í sænsku dieldinni. 

Glæsilegur atvinnumannaferill Jónu spannar núna yfir 15 ár og hefur hún verið lykilmaður í liðum sem hafa orðið landsmeistarar bæði í Noregi og núna í Svíþjóð ásamt því að lenda í öðru sæti í svissnesku úrvalsdeildinni. 

Jóna setur stefnuna á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París árið 2024 í strandblaki, ásamt Thelmu Grétarsdóttur.