Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þrjú af 21 innanlandssmiti í gær eru utan sóttkvíar

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Þrír voru utan sóttkvíar af þeim 21 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærununum og bíður sá niðurstöðu mótefnamælingar.

Alls voru tekin 4.051 sýni innanlands í gær og 403 á landamærunum. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 25,4 og fer hækkandi. Nú liggja tveir á sjúkrahúsi með COVID-19 og 517 eru í sóttkví en þau voru 386 í gær. Alls hafa 334 verið lögð á sjúkrahús og 54 hafa þurft á gjörgæsluvistun að halda.